Frekari olíuvinnsla tímaskekkja

Frá landsfundi Vinstri grænna.
Frá landsfundi Vinstri grænna. Sunnlenska/Guðmundur Karl

Vinstri græn lýsa sig and­snú­in fyr­ir­hugaðri olíu­vinnslu á Dreka­svæðinu í álykt­un sem samþykkt var á lands­fundi þeirra í dag. Stofn­un op­in­bers hús­næðis­fé­lags og auðlinda­sjóðs að norskri fyr­ir­mynd og að hætt verði að end­ur­senda fólk á grund­velli Dyfl­inn­arsátt­mál­ans eru á meðal þeirra álykt­ana sem voru samþykkt­ar.

Lands­fund­in­um sem hald­inn var á Sel­fossi lauk í dag með samþykkt fjölda álykt­ana um ýmis mál. Þegar hef­ur vakið nokkra at­hygli álykt­un flokks­ins um að slíta skuli stjórn­mála­sam­bandi við Ísra­el og setja viðskipta­bann á vör­ur þaðan þar sem að „þjóðarmorð“ Ísra­els­rík­is á Palestínu­mönn­um verði ekki stöðvað með aðgerðal­eysi.

Af öðrum álykt­un­um ber einna helst að flokk­ur­inn leggst nú gegn hug­mynd­um um vinnslu jarðefna­eldsneyt­is á ís­lensku yf­ir­ráðasvæði, þar á meðal fyr­ir­hugaðri olíu­vinnslu á Dreka­svæðinu. Í álykt­un­inni seg­ir að frek­ari olíu­vinnsla sé tíma­skekkja nú þegar aldrei hafi verið meiri þörf á að sporna við hlýn­un jarðar.

„Auk­in olíu­vinnsl­an vinn­ur gegn þeirri þróun að minnka los­un gróður­húsaloft­teg­unda og væri því mik­il aft­ur­för, einkum og sér í lagi þegar um­hverf­i­s­vænni orku­gjaf­ar eru í mik­illi sókn og tækniþróun leiðir til minni þarfar fyr­ir orku. Það eru tákn­ræn og for­dæm­is­gef­andi skila­boð til alþjóðasam­fé­lags­ins ef Ísland kysi að nýta ekki mögu­leg­ar olíu- og/​eða gas­lind­ir í lög­sögu sinni,“ seg­ir í álykt­un­inni en Vinstri græn vilja að Ísland verði kol­efn­is­hlut­laust fyr­ir árið 2050.

Í þessu sam­hengi álykt­ar fund­ur­inn jafn­framt að sett­ar verði upp hleðslu­stöðvar fyr­ir raf- og met­an­bíla með reglu­legu milli­bili um lands­byggðina.

Siðferðis­lega rangt að skýla sér á bak við Dyfl­inn­arsátt­mál­ann

Frammistaða rík­is­stjórn­ar­inn­ar í mál­efn­um flótta­manna er gagn­rýnd harðlega í álykt­un lands­fund­ar VG sem fagn­ar þó vilja­yf­ir­lýs­ingu yfir tutt­ugu sveit­ar­fé­laga um að taka við fleira flótta­fólki.

Breyta þurfi út­lend­inga­lög­um til að þau upp­fylli mann­rétt­inda­sátt­mála sem Ísland hafi full­gilt og að þau ein­kenn­ist af mannúð og virðingu fyr­ir mann­legri reisn. Vilja Vinstri græn að hætt verði að senda fólk frá landi á grund­velli Dyfl­inn­arsátt­mál­ans. Siðferðis­lega rangt sé að skýla sér á bak við hann og síst til þess fallið að bæta vand­ann hnatt­rænt.

„Þá er það fyr­ir neðan all­ar hell­ur að á tím­um batn­andi þjóðar­hags eigi fram­lög til þró­un­ar­sam­vinnu sam­kvæmt fjár­laga­frum­varp­inu að standa í stað og að rík­is­stjórn­in hygg­ist ekki einu sinni standa við sín eig­in metnaðarlausu áform í þeim efn­um,“ seg­ir í álykt­un­inni.

Homm­ar fái að gefa blóð

Flokks­menn leggja áherslu á að vinnu við heild­ar­end­ur­skoðun stjórn­ar­skrár­inn­ar verði lokið til að þjóðin eign­ist fram­sækna stjórn­ar­skrá og ít­reka mik­il­vægi þess að ráðist verði í þær breyt­ing­ar á þessu kjör­tíma­bili.

Um hús­næðismál seg­ir í álykt­un VG að stofnað verði op­in­bert leigu- og kaup­leigu­fé­lag til að koma til móts við fólk á „klikkuðum hús­næðismarkaði sem hin[n] „frjálsi markaður“ býður nú upp á“.

Þá vill lands­fund­ur­inn að stofnaður verði auðlinda­sjóður að norskri fyr­ir­mynd sem í renni arður af sam­eig­in­leg­um auðlind­um þjóðar­inn­ar.

Af öðrum álykt­un­um má nefna að flokks­menn lýsa sig and­víga hval­veiðum og sam­ein­ingu fram­halds­skóla. Þá er mælst til þess að sam­kyn­hneigðir karl­menn fái að gefa blóð eins og aðrir og að ríkið leggi meira fé í innviðir sam­gangna og fjar­skipta.

Hér má lesa álykt­an­ir lands­fund­ar Vinstri grænna í heild sinni

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert