Samþykktu að slíta sambandi við Ísrael

Af landsfundi Vinstri grænna á Selfossi.
Af landsfundi Vinstri grænna á Selfossi.

Landsfundur Vinstri grænna hefur samþykkt ályktun um að hvetja til þess að sett verði viðskiptabann á ísraelskar vörur og að ríkisstjórnin slíti stjórmálasambandi við Ísrael. Segir í ályktuninni að þjóðarmorð Ísraelsríkis á Palestínumönnum verði ekki stöðvað með aðgerðaleysi.

Þá er tekið fram að landsfundurinn „fagni þingmáli Vinstri grænna og fleiri um að vörur sem framleiddar eru á hernumdum svæðum í Palestínu verði upprunamerktar með ábyrgum hætti, svo neytendur hafi kost á að sniðganga þær.“

Þá segir að fundurinn skorar á borgarfulltrúa VG að undirbúa og leggja að nýju fram tillögu um að Reykjavíkurborg sniðgangi vörur frá Ísrael meðan hernám palestínu varir. 

„Með því að versla ekki við ísraelsk fyrirtæki þangað til Palestína verður frjáls skapar alþjóðasamfélagið þrýsting á yfirvöld þarlendis um að láta af framferði sínu. Alþjóðasamfélagið verður að sýna samstöðu með palestínsku þjóðinni í verki.

Ísland skal sýna frumkvæði og áræðni í þessum málum. Þó Ísland hafi viðurkennt sjálfstæði Palestínu þá er baráttan langt frá því að vera búin. Hernaður er ekki lausnin við vandamálum í Palestínu heldur friðsamlegar aðgerðir líkt og þær sem hér eru lagðar til. Telur hreyfingin að slíkar aðgerðir séu eina rétta svarið við hernaðarbrölti stórvelda heimsins.“

Tillagan að ályktuninni var borin upp af framkvæmdastjórn Ungra vinstri grænna og Vinstri grænum á Suðurnesjum.

Reykjavíkurborg hætti við að sniðganga vörur frá Ísrael eftir mikil …
Reykjavíkurborg hætti við að sniðganga vörur frá Ísrael eftir mikil viðbrögð við ákvörðuninni. mbl.is/Styrmir Kári
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka