Samþykktu að slíta sambandi við Ísrael

Af landsfundi Vinstri grænna á Selfossi.
Af landsfundi Vinstri grænna á Selfossi.

Lands­fund­ur Vinstri grænna hef­ur samþykkt álykt­un um að hvetja til þess að sett verði viðskipta­bann á ísra­elsk­ar vör­ur og að rík­is­stjórn­in slíti stjór­mála­sam­bandi við Ísra­el. Seg­ir í álykt­un­inni að þjóðarmorð Ísra­els­rík­is á Palestínu­mönn­um verði ekki stöðvað með aðgerðal­eysi.

Þá er tekið fram að lands­fund­ur­inn „fagni þing­máli Vinstri grænna og fleiri um að vör­ur sem fram­leidd­ar eru á her­numd­um svæðum í Palestínu verði upp­runa­merkt­ar með ábyrg­um hætti, svo neyt­end­ur hafi kost á að sniðganga þær.“

Þá seg­ir að fund­ur­inn skor­ar á borg­ar­full­trúa VG að und­ir­búa og leggja að nýju fram til­lögu um að Reykja­vík­ur­borg sniðgangi vör­ur frá Ísra­el meðan her­nám palestínu var­ir. 

„Með því að versla ekki við ísra­elsk fyr­ir­tæki þangað til Palestína verður frjáls skap­ar alþjóðasam­fé­lagið þrýst­ing á yf­ir­völd þarlend­is um að láta af fram­ferði sínu. Alþjóðasam­fé­lagið verður að sýna sam­stöðu með palestínsku þjóðinni í verki.

Ísland skal sýna frum­kvæði og áræðni í þess­um mál­um. Þó Ísland hafi viður­kennt sjálf­stæði Palestínu þá er bar­átt­an langt frá því að vera búin. Hernaður er ekki lausn­in við vanda­mál­um í Palestínu held­ur friðsam­leg­ar aðgerðir líkt og þær sem hér eru lagðar til. Tel­ur hreyf­ing­in að slík­ar aðgerðir séu eina rétta svarið við hernaðarbrölti stór­velda heims­ins.“

Til­lag­an að álykt­un­inni var bor­in upp af fram­kvæmda­stjórn Ungra vinstri grænna og Vinstri græn­um á Suður­nesj­um.

Reykjavíkurborg hætti við að sniðganga vörur frá Ísrael eftir mikil …
Reykja­vík­ur­borg hætti við að sniðganga vör­ur frá Ísra­el eft­ir mik­il viðbrögð við ákvörðun­inni. mbl.is/​Styrm­ir Kári
mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert