Saknaði samhljóms við samningaborðið

Bjarni Benediktsson á þingi BSRB í morgun.
Bjarni Benediktsson á þingi BSRB í morgun. mbl.is/Eva Björk

Nýtt sam­komu­lag um vinnu­brögð við kjara­samn­ings­gerð gefa aðilum vinnu­markaðar betra um­hverfi til að semja um raun­veru­leg­ar kjara­bæt­ur og tryggja stöðug­leika. Þetta sagði Bjarni Bene­dikts­son, fjár­málaráðherra, á þingi BSRB í morg­un. Hann sagðist hafa saknað sam­hljóms í kröf­um við samn­inga­borðið í viðræðum á þessu ári.

Þing BSRB sem sett var í morg­un hófst á flutn­ingi söng­kon­unn­ar Sig­ríðar Thorlacius á tveim­ur lög­um. Þegar fjár­málaráðherra ávarpaði þingið skömmu síðar greip hann til tungu­máls tón­list­ar­inn­ar þegar hann sagðist hafa saknað sam­hljóms við samn­inga­borðið á erfiðu ári kjaraviðræðna.

Frétt mbl.is: Á leið af braut sam­hjálp­ar

Sum­ir hafi lagt áherslu á að nota allt það svig­rúm sem væri að skap­ast með batn­andi efna­hag lands­ins til þess að bæta kjör þeirra tekju­lægstu, aðrir hafi sagt að það ætti að nota til að meta mennt­un fólks til launa og enn aðrir að það bæri að nota til þess að tryggja að fær­asta og besta heil­brigðis­starfs­fólkið leitaði ekki til annarra landa.

Sagði Bjarni að ef fara ætti í gegn­um samn­ingslotu þar sem all­ir vildu að laun sín yrðu leiðrétt þá færi hann að hafa áhyggj­ur af því að verið væri að taka út launa­hækk­an­ir langt um­fram vöxt fram­leiðni í land­inu. Ekki þyrfti að lesa lengi í sögu kjara­mála á Íslandi til þess að sjá að það hafi gerst oft áður og það hafi leitt til verðbólgu og hærra vaxta­stigs en fólk vildi búa við.

Af þeirri ástæðu hafi stjórn­völd lagt áherslu á að hlusta á kröf­ur um bætt kjör en á sama tíma viljað taka sam­tal um að gera þurfi bet­ur en svo að all­ir fái ýtr­ustu kröf­ur sín­ar upp­fyllt­ar og enn ein bylt­an væri tek­in.

Bind­ur mikl­ar von­ir við ramma­samn­ing

Því sagðist fjár­málaráðherra fagna sér­stak­lega sam­komu­lagi Salek-hóps­ins svo­nefnda um ramma­samn­ing um launaþróun á vinnu­markaði sem náðist í gær. Hann væri ekki síður merki­leg­ur en kjara­samn­ing­ur­inn sem náðist í nótt við SFR, sjúkra­liða og lög­reglu­menn.

Í ramma­samn­ingn­um væri horft til langr­ar framtíðar og í hon­um væri inn­legg um hvað væri hægt að gera til að tryggja traust á vinnu­markaði, færa stétt­ar­fé­lög­um og vinnu­veit­end­um betra um­hverfi til að tryggja raun­veru­leg­ar kjara­bæt­ur og stöðug­leika. Um tíma­móta­sam­komu­lag væri að ræða sem hann bindi mikl­ar von­ir við.

Þá til­kynnti Bjarni um til­rauna­verk­efni um stytt­ingu vinnu­tíma án launa­skerðing­ar sem hann hefði und­ir­ritað ásamt Eygló Harðardótt­ur, fé­lags­málaráðherra. Stjórn­völd hafi heyrt skýrt í viðræðum þessa árs hversu mik­il­vægt væri að láta á þetta reyna og sagðist hann von­ast til þess að verk­efnið skilaði niður­stöðum sem hægt væri að vinna með. Til­gang­ur­inn væri að reyna að gera vinnu­markaðinn fjöl­skyldu­vænni.

Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, ávarpaði þing BSRB í morgun.
Bjarni Bene­dikts­son, fjár­málaráðherra, ávarpaði þing BSRB í morg­un.
mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka