Cameron mættur til Íslands

Cameron kemur í Iðnó rétt í þessu.
Cameron kemur í Iðnó rétt í þessu. Mynd/Kristján H. Johannessen

David Cameron, forsætisráðherra Bretlands, mun hitta Sigmund Davið Gunnlaugsson, forsætisráðherra Íslands, í Alþingishúsinu núna á eftir, en Cameron mætti áðan til landsins. Fjöldi lögreglumanna er nú á Austurvelli, en blaðamaður mbl.is sem er á staðnum segir að sex lögreglubílar séu við Alþingishúsið og vel á annan tug lögreglumanna sé á svæðinu.

Þá hefur mbl.is heimildir fyrir því að Cameron muni hitta erlendan fréttamann í Iðnó, en á sunnudaginn var sagt frá því að Cameron myndi nýta heimsóknina til Íslands til að lýsa því yfir að hann voni að Bret­ar verði áfram inn­an Evr­ópu­sam­bands­ins og að fyr­ir­komu­lag eins og Norðmenn hafi við sam­bandið henti ekki bresk­um hags­mun­um. 

Samkvæmt blaðamanni mbl.is er augljóst að einhver fjöldi sérsveitamanna er í kringum Alþingishúsið, en heimsókn þjóðarleiðtoga kallar venjulega á slíka gæslu. Þá eru lögreglumenn við stjórnarráðið og fyrir aftan Alþingishúsið í átt að Iðnó.  Gert er ráð fyrir að fundur forsætisráðherranna byrji klukkan 17:15.

Uppfært 17:04: Cameron kom rétt í þessu í Iðnó með bílalest sinni.

Uppfært 17:12: Fundurinn í Iðnó var í styttra lagi, en Cameron er strax kominn út aftur og hélt hann beint í Alþingishúsið þar sem hann mun hitta Sigmund Davíð.

David Cameron, forsætisráðherra Bretlands.
David Cameron, forsætisráðherra Bretlands. AFP
Búið er að setja upp borða fyrir framan Alþingishúsið, en …
Búið er að setja upp borða fyrir framan Alþingishúsið, en þar munu Sigmundur Davíð og Cameron hittast á eftir.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert