Gríðarleg gæsla er í kringum komu David Camerons til Íslands, en strax eftir að hann lenti á Reykjavíkurflugvelli hélt hann í Iðnó til að hitta erlendan fréttamann og þaðan í Alþingishúsið til fundar við Sigmund Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra. Í för með Cameron eru lífverðir hans og þá er fjöldi sérsveitarmanna í næsta nágrenni við Alþingishúsið.
Til viðbótar er einnig fjöldi venjulegra lögreglumanna á staðnum, en samkvæmt blaðamanni mbl.is eru allavega sex lögreglubílar við Alþingishúsið, þar af fjórir stórir Econline bílar.