Innkalla múslí

Crispy Food Organic Basic Muesli í 375g pokum
Crispy Food Organic Basic Muesli í 375g pokum

Crispy Food International A/S, í samstarfi við Aðföng, hafa ákveðið að taka úr sölu og innkalla Crispy Food Organic Basic Muesli í 375g pokum.

Ástæða innköllunarinnar er að snefilmagn af jarðhnetum hefur greinst í ákveðnum framleiðslulotum af vörunni. Jarðhnetur eru þekktur ofnæmis- og óþolsvaldur og því er neysla vörunnar varasöm fyrir einstaklinga með ofnæmi eða óþol fyrir jarðhnetum, segir í tilkynningu frá fyrirtækjunum tveimur.

Varan var til sölu í verslunum Bónus, Hagkaupa og Gló á tímabilinu júlí til október 2015. Athygli er vakin á því að innköllunin varðar ákveðnar framleiðslulotur og best fyrir dagsetningar.

„Viðskiptavinum Bónus, Hagkaupa og Gló sem keypt hafa vöruna og hafa ofnæmi eða óþol fyrir jarðhnetum er bent á að þeir geta skilað henni í verslunina þar sem hún var keypt gegn fullri endurgreiðslu. Crispy Food International A/S og Aðföng biðja viðskiptavini verslananna sem kunna að hafa orðið fyrir óþægindum vegna þessa innilegrar afsökunar,“ segir í tilkynningu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert