Á leið af braut samhjálpar

Formaður BSRB, Elín Björg Jónsdóttir, á þinginu í morgun.
Formaður BSRB, Elín Björg Jónsdóttir, á þinginu í morgun. mbl.is/Eva Björk

Öfug­snúið er að á tím­um efna­hags­legs upp­gangs sé fá­tækt al­geng á Íslandi og fjöldi ungs fólks leiti fyr­ir sér er­lend­is. Margt bend­ir til þess að ís­lenskt sam­fé­lag sé á leið af braut sam­hjálp­ar með öfl­ugri al­mannaþjón­ustu. Þetta kom meðal ann­ars fram í setn­ing­ar­ræðu El­ín­ar Bjarg­ar Jóns­dótt­ur, for­manns BSRB á þingi þess í morg­un.

Frétt mbl.is: Bjarni saknaði sam­hljóms­ins

Þing BSRB var sett í 44. skipti á Hotel Nordica í morg­un en yf­ir­skrift þess er „Öflug al­mannaþjón­usta - betra sam­fé­lag“. Við upp­haf þess klöppuðu þing­menn fyr­ir samn­inga­nefnd­um SFR, sjúkra­liða og lög­reglu­manna, þriggja fjöl­menn­ustu aðild­ar­fé­laga BSRB, sem náðu samn­ing­um við ríkið í nótt.

Elín Björg sagði að erfitt væri fyr­ir marga að láta enda ná sam­an, ungt fólk og barna­fólk ætti erfitt með að koma und­ir sig hús­næði, sjúk­ling­ar greiddu of mikið fyr­ir lyf og líf­eyr­isþegar hefðu alltof lítið á milli hand­anna.

Al­mannaþjón­ust­an væri und­ir­staða jafnaðar og hin sönnu verðmæti væru þau að búa í sam­fé­lagi sem gríp­ur þá sem hrapa. Því miður benti hins veg­ar margt til þess að ís­lenskt sam­fé­lag væri á leið af þeirri braut.

Horf­ast þyrfti í augu við að þó að ungt fólk meti trygga at­vinnu og hag­vöxt sé það ekki það sem það horf­ir helst til. Í ná­granna­lönd­un­um séu vaxta­kjör sann­gjarn­ari, mat­vöru­verð lægra og vinnu­tími styttri. Ef ekk­ert breyt­ist í áhersl­um ís­lenskra stjórn­valda sé óvíst að ungt fólk sem þangað hef­ur leitað muni snúa aft­ur.

Benti Elín Björg á að á Norður­lönd­un­um, þar sem hve mestu væri eytt í al­mannaþjón­ustu, væri lands­fram­leiðsla ein sú mesta í heim­in­um. Þrátt fyr­ir há vel­ferðarút­gjöld skilaði það sér marg­falt til baka og það hefði skilað lönd­un­um á topp allra lista um lífs­gæði.

Fyrsta skref að nýj­um vinnu­brögðum

Formaður­inn gagn­rýndi stjórn­völd fyr­ir fram­göngu þeirra í kjaraviðræðunum sem lauk í nótt. Þegar röðin hafi komið að BSRB að sækja sömu kjara­bæt­ur og aðrir op­in­ber­ir starfs­menn hefðu þegar fengið hafi það ekki komið til greina. Þannig hafi verk­fallsaðgerðir haf­ist sem vel hefði mátt af­stýra. Samn­ings­vilji rík­is­ins hafi eng­inn verið og því hefði átt að vera ljóst að fé­lag­ar BSRB myndu aldrei sætta sig við minni kjara­bæt­ur en aðrir.

Fagnaði hún sam­komu­lagi um ramma­samn­ing um launaþróun á vinnu­markaði sem náðist í gær. Hann væri fyrstu skref­in í nýj­um og bætt­um vinnu­brögðum við gerð kjara­samn­inga sem muni gagn­ast öll­um aðilum á vinnu­markaði. Samn­ing­ur­inn væri hins veg­ar háður því að far­sæl lausn fynd­ist á mál­efn­um op­in­beru líf­eyr­is­sjóðanna og jöfn­un líf­eyr­iss­rétt­inda.

Ræða for­manns­ins á vefsíðu BSRB

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert