Cameron farinn af landi brott

David Cameron og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson á Northern Future Forum.
David Cameron og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson á Northern Future Forum. mbl.is/Styrmir Kári

David Cameron, forsætisráðherra Bretlands, er farinn af landi brott, en hann var hér í tæplega sólarhring vegna þátttöku á ráðstefnunni Northern future forum 2015. Auk Camerons voru átta forsætisráðherrar á ráðstefnunni, meðal annars Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra Íslands. Þá komu um 80 sérfræðingar frá fjölda ríkja til að taka þátt í ráðstefnunni.

Ráðstefn­an var fyrst hald­in árið 2011 að frum­kvæði Dav­ids Ca­meron, for­sæt­is­ráðherra Bret­lands, og hef­ur síðan farið fram ár­lega. Þema ráðstefn­unn­ar að þessu sinni eru skap­andi grein­ar og ný­sköp­un í op­in­ber­um rekstri.

Upplýsingafulltrúi utanríkisráðuneytisins staðfestir við mbl.is að Cameron sé farinn af landi brott, en vél hans átti að fara af stað klukkan fjögur í dag. Síðustu málin á dagskrá hans hér á landi voru einkafundir með þeim forsætisráðherrum sem voru á ráðstefnunni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert