Elín Björg endurkjörin formaður BSRB

Elín Björg Jónsdóttir, formaður BSRB.
Elín Björg Jónsdóttir, formaður BSRB. mbl.is/Eva Björk

Elín Björg Jóns­dótt­ir var í dag end­ur­kjör­in formaður BSRB á 44. þingi banda­lags­ins sem staðið hef­ur yfir í Reykja­vík síðustu þrjá daga.

Þá var Árni Stefán Jóns­son, formaður SFR, end­ur­kjör­inn 1. vara­formaður BSRB og Garðar Hilm­ars­son, formaður Starfs­manna­fé­lags Reykja­vík­ur­borg­ar, var end­ur­kjör­inn 2. vara­formaður BSRB. 

Bæði formaður og vara­for­menn­irn­ir tveir voru sjálf­kjör­in í embætti þar sem eng­in mót­fram­boð bár­ust, að því er fram kem­ur í til­kynn­ingu. 

Þau þrjú skipa stjórn BSRB ásamt sex meðstjórn­end­um sem kosn­ir voru sam­kvæmt nýj­um lög­um banda­lags­ins á þing­inu í dag.

Þau sem hlutu kjör til stjórn­ar BSRB eru Arna Jakobína Björns­dótt­ir Kili, Halla Reyn­is­dótt­ir Póst­manna­fé­lagi Íslands, Helga Haf­steins­dótt­ir Starfs­manna­fé­lagi Snæ­fells­nes­sýslu, Karl Rún­ar Þórs­son Starfs­manna­fé­lagi Hafn­ar­fjarðar, Krist­ín Guðmunds­dótt­ir Sjúkra­liðafé­lagi Íslands og Snorri Magnús­son Lands­sam­bandi lög­reglu­manna.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert