Baldur Arnarson
Stjórnendur RÚV hafa lagt fram kröfur til stjórnvalda sem fela í sér samtals 5,9 milljarða skilyrt viðbótarframlag næstu fimm árin.
Lagt er til að ríkið yfirtaki skuldabréf við LSR að fjárhæð 3,2 milljarðar, veiti 182 milljóna viðbótarframlag í ár og tryggi 2,5 milljarða í aukatekjur með útvarpsgjaldi, með því að falla frá stiglækkandi útvarpsgjaldi. Samanlagt eru þetta 5,9 milljarðar króna. Án þessara aðgerða telja stjórnendur RÚV að skera þurfi niður þjónustuna frekar.
Nefnd um starfsemi og rekstur RÚV frá 2007 skilaði skýrslu í gær.
Kemur þar fram að heildarskuldir RÚV voru 6.627 milljónir 31. ágúst sl. og að félagið fékk 2 milljarða í aukaframlög árin 2007-2009. Stjórnendur RÚV draga upp dökka mynd af rekstri félagsins til 2020 ef ekki kemur til áðurnefndrar aðstoðar. Þannig geti uppsafnað tap orðið um 4 milljarðar á tímabilinu. Samningur RÚV við Vodafone er gagnrýndur. Hann sé 4 milljarða skuldbinding sem sé ekki talin til skulda.
Ítarlega er fjallað um skýrsluna um starfsemi og rekstur RÚV í Morgunblaðinu í dag.