Tveir handteknir vegna ráns

mbl.is/Þórður

Tveir menn voru handteknir í gær af lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í tengslum við rán  í skart­gripa­versl­un­inni Gullsmiðjunni í Hafnar­f­irði í síðustu viku. Lögreglan hefur yfirheyrt nokkra í tengslum við ránið undanfarna daga.

Að sögn Margeirs Sveinssonar aðstoðaryfirlögregluþjóns er rannsókn málsins í fullum gangi og hefur lögregla farið í húsleit á nokkrum stöðum undanfarna daga, þar á meðal eina í gær þar sem tvímenningarnir voru handteknir. Þeir eru enn í haldi lögreglu en ekki hefur verið ákveðið hvort óskað verður eftir gæsluvarðhaldsúrskurði yfir þeim.

Einn situr í gæsluvarðhaldi vegna ránsins en hann var úrskurðaður í tveggja vikna gæsluvarðhald fyrir viku.

Tveir grímu­klædd­ir menn ógnuðu starfs­manni versl­un­ar­inn­ar með bar­efl­um og hníf­um síðdeg­is á fimmtu­dag í síðustu viku. Flúðu þeir af vett­vangi á hvít­um jepp­lingi sem reynd­ist vera stol­inn og á röng­um skrán­ing­ar­merkj­um.

Bíln­um var ekið á ofsa­hraða, meðal ann­ars á móti um­ferð og utan í ann­an bíl. Fannst jepp­ling­ur­inn við af­leggj­ar­ann til Grinda­vík­ur síðar sama dag.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert