Nýtt fimleikahús var tekið formlega í notkun í Egilshöll í og sýndu fjölmargir listir sínar, þar á meðal fimleikakrakkar frá Fjölni, Gerplu og Ármanni.
Dagur B. Eggertsson borgarstjóri, Helgi S Gunnarsson, forstjóri Regins og Jón Karl Ólafsson, formaður Fjölnis klipptu á borðann ásamt tveimur krökkum úr fimleikadeild Fjölnis þeim Unni Evu Hlynsdóttur og Sigurði Ara Stefánssyni og afhentu þar með húsið formlega til afnota fyrir fimleikadeild Fjölnis.