Nýtt fimleikahús formlega vígt

Nýtt fimleikahús var tekið formlega í notkun í Egilshöll í og sýndu fjölmargir listir sínar, þar á meðal fimleikakrakkar frá Fjölni, Gerplu og Ármanni.

Dagur B. Eggertsson borgarstjóri, Helgi S Gunnarsson, forstjóri Regins og Jón Karl Ólafsson, formaður Fjölnis klipptu á borðann ásamt tveimur krökkum úr fimleikadeild Fjölnis þeim Unni Evu Hlynsdóttur og Sigurði Ara Stefánssyni  og afhentu þar með húsið formlega til afnota fyrir fimleikadeild Fjölnis.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert