RÚV vegi að starfsheiðri fólks

Útvarpshúsið við Efstaleiti.
Útvarpshúsið við Efstaleiti. mbl.is/Eva Björk Ægisdóttir

Eyþór Laxdal Arnalds, formaður nefndar um starfsemi RÚV frá 2007, segir stjórn RÚV hafa vegið að starfsheiðri nefndarmanna með því að saka þá um lögbrot.

Umræddar ásakanir koma fram í tilkynningu sem RÚV sendi í Kauphöll Íslands á föstudagskvöld. Þar sagði meðal annars orðrétt: „Fullyrt er að Ríkisútvarpið geri kröfu um skilyrt viðbótarframlag til næstu fimm ára og í áætlunum félagsins sé gert ráð fyrir verulega hækkuðu ríkisframlagi, þ.ám. að 3,2 milljörðum króna verði varið til að létta skuldum af Ríkisútvarpinu. Þetta er ekki rétt. Ríkisútvarpið hafði vakið athygli nefndarinnar á að fullyrðingar þeirra í skýrsludrögum væru rangar og jafnframt að þeim væri óheimilt með tilliti til laga um verðbréfaviðskipti nr. 108/2007 að birta upplýsingar sem vörðuðu rekstraráætlanir félagsins, þar með talið ósamþykktar sviðsmyndir, enda höfðu nefndarmenn ritað undir trúnaðaryfirlýsingu þess efnis.“

Eyþór vísar þessu á bug í Morgunblaðinu í dag og segir stjórn RÚV vilja forðast umræðu um kjarna málsins.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka