Loka aðgengi að Kirkjufjöru

Hér má sjá svæðið þar sem grjóthrun varð.
Hér má sjá svæðið þar sem grjóthrun varð. mynd/Umhverfisstofnun

Umhverfisstofnun mun til bráðabirgða loka aðgengi að Kirkjufjöru og brýnir stofnunin fyrir fólki að fara alls ekki niður í fjöruna enda líkur á að meira muni hrynja úr klettum ofan Kirkjufjöru.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Umhverfisstofnun. 

Þar segir ennfremur, að Veðurstofa Íslands muni um miðja vikuna gera nákvæmari athugun á stöðugleika bjargbrúnarinnar upplýsa í kjölfarið hvort að ástæða sé til að varast umferð um fjöruna eða bjargbrúnir Dyrhólaeyjar.

Umhverfisstofnun hefur jafnframt óskað eftir fundi með Almannavarnanefnd Mýrdalshrepps og lögreglu þar sem rætt verður um viðbrögð við auknu hruni úr klettum Dyrhólaeyjar.

Kirkjufjara.
Kirkjufjara. mynd/Umhverfisstofnun



mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert