Tveir í gæsluvarðhaldi út af ráni

Gullsmiðjan í Hafnarfirði
Gullsmiðjan í Hafnarfirði mbl.is/Styrmir Kári

Tveir sitja í gæsluvarðhaldi vegna ráns í skartgripaversluninni Gullsmiðjunni í Hafn­ar­f­irði í síðasta mánuði. Lögreglan hefur yfirheyrt nokkurn fjölda fólks í tengslum við ránið og eins hefur verið leitað á nokkrum stöðum allt frá því ránið var framið 22. október.

Að sögn Mar­geirs Sveins­son­ar aðstoðar­yf­ir­lög­regluþjóns er rann­sókn máls­ins í full­um gangi og var annar maður úrskurðaður í gæsluvarðhald síðdegis á föstudag en hann var handtekinn daginn áður. 

Einn sit­ur í gæslu­v­arðhaldi vegna ráns­ins en hann var úr­sk­urðaður í tveggja vikna gæslu­v­arðhald og verður sá sem einnig hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald jafn lengi í haldi.

Tveir grímu­klædd­ir menn ógnuðu starfs­manni versl­un­ar­inn­ar með bar­efl­um og hníf­um. Flúðu þeir af vett­vangi á hvít­um jepp­lingi sem reynd­ist vera stol­inn og á röng­um skrán­ing­ar­merkj­um.

Bíln­um var ekið á ofsa­hraða, meðal ann­ars á móti um­ferð og utan í ann­an bíl. Fannst jepp­ling­ur­inn við af­leggj­ar­ann til Grinda­vík­ur síðar sama dag.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert