Báðum stokkum komið fyrir

Kafarar vinna að því að búa um skipið þannig að …
Kafarar vinna að því að búa um skipið þannig að hægt sé að hefja dælingu. mbl.is/Júlíus

Búið er að koma báðum stokkum fyrir við lúgur Perlunnar en skipið liggur nú á botni Gömlu hafnarinnar við Ægisgarð. Unnið er að því að herða seinni stokkinn við skipið en því næst verða dælurnar látnar síga niður að stokkunum. Stefnt er að því að dæling hefjist nú um hálfátta og taki um sex klukkustundir. Að sögn Sigurðar Stefánssonar, eiganda Köfunarþjónustu Sigurðar, gengur starfið vel enn sem komið er.

Þá segir Jón Viðar Matthíasson, slökkviliðsstjóri, að slökkviliðið muni vera með mannskap á svæðinu eins lengi og þörf er talin á. „Okkur finnst afskaplega vel hafa verið staðið að öllu og teljum ekki líkur á því að neitt fari úrskeiðis, við erum þarna fyrst og fremst sem öryggisráðstöfun,“ segir Jón Viðar.  

Fylgst með framgangi verksins frá bryggjunni.
Fylgst með framgangi verksins frá bryggjunni. mbl.is/Júlíus
Stefnt er að því að dæling hefjist um hálfátta.
Stefnt er að því að dæling hefjist um hálfátta. mbl.is/Júlíus
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert