Hafa komið öðrum stokknum fyrir

Annan stokkinn má sjá til hægri á myndinni.
Annan stokkinn má sjá til hægri á myndinni. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Búið er að koma öðrum af tveimur 7,5 metra löngum stokkum fyrir í sjónum við sanddælingarskipið Perlu sem hvílir á hafnsbotni við Gömlu höfnina við Ægisgarð. Enn er unnið að því að þétta skipið og verður hinum stokknum komið fyrir fljótlega. 

Því næst verður dælum komið fyrir á stokkunum. Reiknað er með því að hafist verði handa við að dæla sjó úr skipinu á milli kl. 17 og 18 í dag. Í aft­ur­skip­inu er áætlað að dæla 468 tonn­um af sjó og í fram­skipi 247 tonn­um. Með þess­ari aðgerð verður þess freistað að lyfta skip­inu.

Í myndum sem fylgja fréttinni má fylgjast með verkinu.

Sanddælingarskipið Perla hvílir á hafnsbotni.
Sanddælingarskipið Perla hvílir á hafnsbotni. Eggert Jóhannesson
Á myndinni má sjá krana sem notaður verður til að …
Á myndinni má sjá krana sem notaður verður til að koma stokkunum og dælunum fyrir. Eggert Jóhannesson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert