Rannsaka kynferðisbrot á bekkjarskemmtun

Háskólinn í Reykjavík
Háskólinn í Reykjavík Eggert Jóhannesson

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu rannsakar gróft kynferðisbrot sem sagt er hafa átt sér stað á bekkjarskemmtun nemenda Háskólans í Reykjavík helgina 16. til 17. október síðastliðinn.

Skemmtunin fór fram á skemmtistað í miðbæ Reykjavíkur. Meintur gerandi er karlmaður á þrítugsaldri. Tvær skólasystur mannsins í frumgreinadeild Háskólans í Reykjavík eru taldar hafa orðið fyrir grófu kynferðis­ ofbeldi af hans hálfu. Þær eru einnig á þrítugsaldri. Þetta kemur fram í Fréttablaðinu í dag.

Í yfirlýsingu frá HR, sem Fréttablaðið vísar í, segir að fram hafi komið upplýsingar um alvarlegt atvik innan hóps nemenda í frumgreinadeild Háskólans í Reykjavík, utan skólans. Þá segir í yfirlýsingunni að skólinn geti ekki tjáð sig að öðru leyti um málið, enda séu eðlileg ferli fyrir slík mál hjá þar til bærum yfirvöldum.

Fréttablaðið

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert