Höftum lyft að loknu uppboði

„Ef maður opnar litla rifu er verið að segja að …
„Ef maður opnar litla rifu er verið að segja að maður óttist að margir muni reyna að þrýsta sér út. Ef maður opnar dyrnar upp á gátt er verið að segja: Ég hef trú á stöðu efnahagsmála og ég hef væntingar um að aðrir sjái myndina sömu augum og ég.“ mbl.is/Árni Sæberg

„Ef við trúum því að við séum búin að leysa greiðslujafnaðarvandann vegna slitabúanna, og að því gefnu að útboðið takist vel, þá er ekkert í ytra umhverfinu sem kallar á höft fyrir íslenska hagkerfið.“

Þetta segir Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, sem boðar stór skref í losun hafta strax að loknu fyrirhuguðu gjaldeyrisuppboði fyrir aflandskrónueigendur í janúar.

Bjarni segir í ítarlegu viðtali í ViðskiptaMogganum í dag að strax að uppboðinu afstöðnu sé rétt að skýra frá næstu áföngum. „Við ætlum okkur að taka frekari stór skref og lífeyrissjóðirnir eru í forgangi meðal þeirra sem þurfa að fá afléttingu,“ segir hann. Opnað var fyrir 10 milljarða króna fjárfestingu hjá þeim í ár en að mati Bjarna þyrfti að minnsta kosti að tvöfalda þá fjárhæð sem allra fyrst.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert