Dæling hafin úr Perlu

Perla sígur hægt og rólega upp úr sjónum.
Perla sígur hægt og rólega upp úr sjónum. mbl.is/Júlíus

Skutur sanddæluskipsins Perlu er að rísa upp úr sjónum í Ægisgarði. Dæling úr skipinu hófst kl. 9 í morgun og gengur verkið mun betur en fyrr í vikunni. Ef allt gengur að óskum verður skipið komið á flot um þrjúleytið í dag.

Til stóð að hefja dælingu að nýju í gær en vegna veðurs var því frestað til morguns í dag. Helmingslíkur eru taldar vera á því að skipið sé ónýtt. Skömmu eft­ir að dæl­ing hófst á tí­unda tím­an­um á miðvikudagskvöld var hún stöðvuð að nýju þegar glugg­ar í brú brotnuðu og sjór streymdi inn í stýr­is­hús skips­ins.

Uppfært kl. 10:39

Dæling hófst um kl. 9 í morgun og hefur bæði verið dælt úr fram- og afturskipinu. Nú verður aðeins dælt úr framenda skipsins þar sem vel hefur gengið að dæla úr afturhluta þess. Samkvæmt upplýsingum frá slökkviliði höfuðborgarsvæðisins dæla dælurnar um sjö þúsund lítrum á mínútu. 

Á stokkana tvo voru spreyjaðar appelsínugular línur í morgun. Línurnar voru rétt fyrir ofan yfirborð sjálfar þegar dæling hófst en eins og sjá má á myndunum hefur skipið risið töluvert í morgun. 

Uppfært kl. 10:52

Svo virðist sem framendi skipsins standi eitthvað á sér en ekki gengur nógu vel að lyfta honum. Kafarar eru komnir niður að skipinu til að kanna stöðu mála. Dælingu verður haldið áfram. 

Frá vettvangi í morgun.
Frá vettvangi í morgun. mbl.is/Júlíus
Perlan að rísa úr sæ.
Perlan að rísa úr sæ. mbl.is/Árni Sæberg
Dæling úr Perlu gengur vel.
Dæling úr Perlu gengur vel. mbl.is/Árni Sæberg
Lagt á ráðin á höfninni.
Lagt á ráðin á höfninni. mbl.is/Árni Sæberg
Perlan að rísa úr sæ.
Perlan að rísa úr sæ. mbl.is/Árni Sæberg
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert