„Gjörsamlega út úr heiminum og stórhættulegir“

Taflan er með hakakrossi. Þeir sem neyta fíkniefnisins geta verið …
Taflan er með hakakrossi. Þeir sem neyta fíkniefnisins geta verið mjög varasamir og með brenglað sársaukaskyn.

LSD-tafla sem er merkt með hakakrossi er komin í umferð. Hún veldur miklum áhrifum, en mörg mál hafa komið upp hjá lögreglu þar sem einstaklingar, sem hafa neytt töflunnar, eru gjörsamlega út úr heiminum og stórhættulegir sjálfum sér og öðrum.

„Hafa þarf í huga að aðilar sem eru undir áhrifum þessarar töflu geta verið mjög varasamir með brenglað sársaukaskyn,“ segir lögreglan á Suðurnesjum, sem vekur athygli á málinu í færslu á Facebooksíðu sinni.

Fram kemur, að lögreglumenn sem og aðrir séu varaðir við því að koma við töfluna með berum höndum líkt og önnur fíkniefni. Hættan felist í því að ef LSD sé handleikið með berum höndum þá geti efnið smitast í gegnum húðina og viðkomandi getur fundið til áhrifa.

Lögreglan vekur í framhaldinu á grein sem er að finna á doktor.is um LSD, sem einnig nefnist Lýsergíð.

Við viljum vekja athygli á að LSD tafla, með merki hakakrossins, er komin í umferð. Taflan veldur miklum áhrifum, komið...

Posted by Lögreglustjórinn á Suðurnesjum on 6. nóvember 2015



mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert