Sanddæluskipið Perla er komið á kaf á ný eftir að ákveðið var að dæla vatni inn í afturhluta skipsins. Var það gert til að reyna að rétta skipið af. Í morgun gekk vel að lyfta afturskipinu en aftur á móti lyftist framskipið lítið.
Telja verður ljóst að skipið verður ekki komið á flot um þrjúleytið líkt og vonað var í morgun. mbl.is fylgist áfram með aðgerðum á vettvangi.