Dýrt fyrir RÚV að spara ekki

Fyrrverandi útvarpsstjóri segir undanhald frá sparnaði skýra að hluta slæmar …
Fyrrverandi útvarpsstjóri segir undanhald frá sparnaði skýra að hluta slæmar rekstrarhorfur RÚV mbl.is/Eva Björk Ægisdóttir

Verulega mun þrengja að rekstri RÚV á næsta ári ef útvarpsgjald verður lækkað. Stjórn RÚV hefur spáð hundraða milljóna aukningu í rekstrarkostnaði vegna kjarasamninga og launaþróunar. Skertar tekjur myndu því kalla á aðgerðir.

Það á þátt í þessari erfiðu stöðu að áform um 10% niðurskurð haustið 2013 náðu ekki fram að ganga, að því er fram kemur í fréttaskýringu um málefni RÚV í Morgunblaðinu í dag.

Þannig segir Páll Magnússon, fyrrverandi útvarpsstjóri, að rekstrarhorfurnar væru betri núna ef fyrirhugaðar aðhaldsaðgerðir haustið 2013 hefðu staðið. Samkvæmt heimildum blaðsins hefur ráðherranefnd um ríkisfjármál ekki afgreitt 182 milljóna skilyrt viðbótarframlag til RÚV.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka