Fjórum Bandidos-liðum vísað úr landi

Fjórum meðlimum bifhjólasamtakanna Bandidos var vísað úr landi í dag.
Fjórum meðlimum bifhjólasamtakanna Bandidos var vísað úr landi í dag. Ljósmynd/Matt McGee

Fjór­um meðlim­um vél­hjóla­geng­is­ins Bandidos sem komu til Íslands með flugi í gær var vísað úr landi í dag. Þetta staðfest­ir Ólaf­ur Helgi Kjart­ans­son, lög­reglu­stjóri á Suður­nesj­um.

Hann seg­ir að fjór­um EES-borg­ur­um hafi verið vísað frá landi með skír­skot­un til alls­herj­ar­reglu og al­manna­ör­ygg­is en frá­vís­un­in var í hönd­um Útlend­inga­stofn­un­ar í sam­ræmi við út­lend­inga­lög nr. 96 frá ár­inu 2002.

Ólaf­ur seg­ir að menn­irn­ir fjór­ir hafi komið frá einu Norður­land­anna.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert