Fjórum meðlimum vélhjólagengisins Bandidos sem komu til Íslands með flugi í gær var vísað úr landi í dag. Þetta staðfestir Ólafur Helgi Kjartansson, lögreglustjóri á Suðurnesjum.
Hann segir að fjórum EES-borgurum hafi verið vísað frá landi með skírskotun til allsherjarreglu og almannaöryggis en frávísunin var í höndum Útlendingastofnunar í samræmi við útlendingalög nr. 96 frá árinu 2002.
Ólafur segir að mennirnir fjórir hafi komið frá einu Norðurlandanna.