Maður sem lögreglan á Akureyri ætlaði að handtaka í heimahúsi í nótt réðst að lögreglumönnum með hnífi. Lögreglumenn náðu að yfirbuga manninn, sem var eftirlýstur, með varnarúða. Þetta kemur fram á Twitter síðu lögreglunnar á Norðurlandi eystra en embættið tók þátt í #löggutísti í gærkvöldi og í nótt þar sem hægt var að fylgjast með verkefnum lögreglumanna á Twitter.
Á Twitter kemur fram að enginn hafi slasast en maðurinn var vistaður á lögreglustöð.
Eftirlýstur aðili réðst að lögreglumönnum með hníf er þeir hugðust handtaka hann í heimahúsi á Akureyri. #löggutíst #vopnamál
— LögreglanNorðEystra (@LogreglanNE) November 6, 2015
Lögreglumenn ná að yfirbuga eftirlýsta manninn með varnarúða. Maðurinn fluttur á stöð og vistaður Enginn slasaðist sem betur fer #löggutíst
— LögreglanNorðEystra (@LogreglanNE) November 6, 2015