Álagning veiðigjalda minnkaði verulega á milli fiskveiðiára

Álagning almenna veiðigjaldsins var svipuð á milli fiskveiðiáranna tveggja.
Álagning almenna veiðigjaldsins var svipuð á milli fiskveiðiáranna tveggja. mbl.is/Sigurður Bogi Sævarsson

Álögð veiðigjöld vegna síðasta fiskveiðiárs (2014/2015) eru samtals 7,7 milljarðar króna, að því er fram kemur á vef Fiskistofu.

Um er að ræða heildarfjárhæð almenns og sérstaks veiðigjalds vegna úthlutaðra veiðiheimilda og afla utan aflamarks, að teknu tilliti til lækkunar á sérstöku veiðigjaldi. Á fiskveiðiárinu þar á undan voru þessi gjöld 9,2 milljarðar.

Helstu skýringar á muninum á milli ára að þessu sinni liggja í álagningu sérstaks veiðigjalds vegna uppsjávarveiða og vegna botn- og skelfiskveiða, að því er fram kemur í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert