„Hún fær ekki næði til að sinna sjúklingnum,“ segir Helga Rósa Másdóttir, sem stofnaði stuðningsreikning fyrir hjúkrunarfræðinginn sem var ákærður fyrir manndráp af gáleysi. Það sé hægt að lesa út úr vitnisburði hjúkrunarfræðingsins fyrir dómi, athyglinni hafi verið dreift of mikið, t.a.m. á milli deilda.
Helga Rósa, sem er í fæðingarorlofi en er aðstoðardeildarstjóri á bráðamóttöku Landspítalans í Fossvogi, segir að framburður hjúkrunarfræðingsins fyrir rétti hafi verið mjög lýsandi fyrir það álag sem er á heilbrigðisstofnunum og fjölmargir heilbrigðisstarfsmenn hafa lýst yfir stuðningi við hjúkrunarfræðinginn á facebooksíðunni.
mbl.is ræddi við Helgu Rósu í dag.