Utanríkisráðuneytið ræður Íslendingum frá ónauðsynlegum ferðum til Sharm el Sheikh og til annarra áfangastaða á Sínai-skaga vegna ótryggs ástands þar.
Ráðuneytið hvetur fólk ennfremur að fylgjast með ferðaleiðbeiningum annarra ríkja, t.d. Norðurlandanna.
Ayman al-Muqaddam, yfirmaður alþjóðlegs teymis sem rannsakar hvers vegna rússnesk Metrojet-farþegaþota fórst á Sínaískaga í Egyptalandi 31. október sl. með þeim afleiðngum að allir 224 um borð létust, segir að enn sé of snemmt að fullyrða nokkuð um það hvað olli því að vélin hrapaði til jarðar. Hann segir að allar mögulegar sviðsmyndir séu til rannsóknar, að því er segir á vef BBC.
Atvikið gerðist skömmu eftir flugtak frá Sharm el-Sheikh, sem er vinsæll ferðamannastaður.