Íbúð í Hlíðunum notuð til nauðgana

Nauðgun er glæpur
Nauðgun er glæpur mbl.is/Sverrir Vilhelmsson

Rannsókn lögreglu í tveimur aðskildum kynferðisbrotamálum beinist að húsnæði í fjölbýlishúsi í Hlíðahverfi í Reykjavík, þar sem talið er að árásirnar hafi átt sér stað. Lögregla staðfestir að tvær kærur hafi verið lagðar fram í málinu, að því er segir í frétt Fréttablaðsins í dag.

Samkvæmt heimildum blaðsins voru árásirnar hrottalegar og íbúðin búin tækjum til ofbeldis­iðkunar. Samkvæmt frétt Fréttablaðsins fann lögreglan ýmis tól og tæki sem mennirnir eiga að hafa notað við nauðganirnar í íbúðinni. Mennirnir voru handteknir og látnir lausir að lokinni frumrannsókn lögreglu og ekki var farið fram á gæsluvarðhald yfir þeim.

Fréttablaðið greindi frá árásunum fyrir helgi, en þær áttu sér báðar stað í október. Tveir karlar eru grunaðir um árásirnar en þær áttu sér báðar stað eftir bekkjarskemmtanir háskólanema í Háskólanum í Reykjavík með níu daga millibili.

Sjá nánar í Fréttablaðinu

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert