Færri nýta sér þjónustu RÚV

Hanna Birna Kristjánsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokks.
Hanna Birna Kristjánsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokks. mbl.is/Ómar

Hanna Birna Kristjánsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, er einn þeirra þingmanna er þátt tók í sérstakri umræðu á Alþingi um RÚV-skýrsluna svonefndu, en í henni er fjallað um starfsemi og rekstur Ríkisútvarpsins frá árinu 2007.

„Í allt of langan tíma hefur kostnaður RÚV verið meiri en tekjur. Umframeyðsla hefur verið fjármögnuð með lánum en stærsti vandinn er samt sem áður kostnaðartengdur og felst í of stóru húsnæði, of mikilli yfirbyggingu og of dýru dreifikerfi svo eitthvað sé nefnt,“ sagði Hanna Birna.

Þá sagði hún skýrslu nefndarinnar um Ríkisútvarpið einnig benda til þess að „mun færri en áður nýta sér þjónustu RÚV.“

„Tugprósenta fækkun þeirra sem horfa og hlusta á þennan ríkisrekna fjölmiðil er staðreynd. Bæði vegna þess að aðrir bjóða upp á samskonar þjónustu og einnig vegna þess að miklar tæknibreytingar hafa orðið.“

Í þriðja lagi sagði þingmaðurinn skýrsluna benda á að erfitt virðist að nálgast samræmdar upplýsingar um stöðu Ríkisútvarpsins. „Þrátt fyrir að í skýrslunni séu tölur sagðar frá stofnuninni er enn tekist á um hvað sé rétt og rangt í þeim.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka