Prestar í leyfi vegna óánægju

Séra Ragnheiður og séra Skírnir.
Séra Ragnheiður og séra Skírnir.

Séra Ragnheiður Jónsdóttir og séra Skírnir Garðarsson, prestar í Lágafellssókn, verða í leyfi til áramóta vegna óánægju innan sóknarinnar. Þetta kemur fram í bæjarblaðinu Mosfellingi. Þar segir að ágreiningur hafi ríkt meðal þjóna kirkjunnar og það hafi verið niðurstaða Biskupsstofu að ráða tvo afleysingarpresta á meðan unnið er að farsælli lausn.

Í frétt Mosfellings segir m.a. að Skírnir, sem hefur starfað sem prestur í Mosfellsbæ frá ársbyrjun 2009, hefur sótt um tvö önnur prestaköll á síðustu misserum. Ragnheiður, sem er sóknarprestur, hefur starfað í Mosfellsprestakalli frá mars 2004.

Séra Birgir Ásgeirsson og séra Kristín Pálsdóttir munu leysa prestana af til áramóta.

Nánar í Mosfellingi.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert