Tveir létust í flugslysinu

mbl.is

Tveir menn létu lífið í flugslysinu skammt frá Hafnarfirði í dag samkvæmt tilkynningu frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Tilkynning barst skömmu eftir klukkan þrjú um að tveggja sæta kennsluflugvélar væri saknað.

Fram kemur að fjölmennt lið björgunaraðila hafi verið sent á vettvang og að flugvélin hafi fundist tæpum hálftíma síðar, nokkra kílómetra suðvestur af Hafnarfirði. Mennirnir, sem voru á þrítugs-og fertugsaldri, voru úrskurðaðir látnir á vettvangi. Aðdragandi slyssins er óljós en rannsókn stendur yfir. Rannsóknarnefnd samgönguslysa og lögregla vinna að rannsókn málsins.

Fréttir mbl.is: 

Vélin sem brotlenti var ný

Vél­in fund­in - brot­lenti í hrauni

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka