Vélin fundin - brotlenti í hrauni

Frá slysstað í dag.
Frá slysstað í dag. mbl.is/Þórður

Búið er að finna vélina sem leitað var á Reykjanesi og afturkalla stærstan hluta þess liðs sem kallað var út. Rannsóknarnefnd samgönguslysa er komin á vettvang.

mbl.is sagði frá því fyrir stundu að leit stæði yfir að lítilli flugvél. Mikið lið var ræst út, m.a. hjá lögreglu, slökkviliði og björgunarsveitum, og þá var þyrla Landhelgisgæslunnar send í loftið.

Frekari upplýsingar liggja ekki fyrir en fréttin verður uppfærð.

Uppfært kl. 16.09

Samkvæmt upplýsingum frá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu brotlenti vélin í hrauni um 4 km frá vegi. Um alvarlegt atvik er að ræða.

Uppfært kl. 16:30

Slysið varð skammt frá Krísuvíkurvegi við afleggjarann að Bláfjallavegi.

Uppfært kl. 16:48

Þyrla Landhelgisgæslunnar vinnur nú að því að flytja fulltrúa frá Rannsóknarnefnd samgönguslysa og björgunarsveitamenn að flaki vélarinnar, en það liggur í úfnu hrauni um 4 km vestur af Krísuvíkurvegi.

Uppfært 16.55:

Fram kemur í tilkynningu frá lögreglunni að klukkan 15:10 í dag hafi verið tilkynnt um kennsluflugvél frá Reykjavíkurflugvelli sem ekki hefði skilað sér á réttum tíma. Tveir menn eru sagðir hafa verið um borð.

Engar upplýsingar hafa enn borist um líðan þeirra sem um borð voru.

Uppfært 18:47

Staðfest hefur verið að um kennsluvél frá Flugskóla Íslands var að ræða. 

Frá slysstað.
Frá slysstað. mbl.is/Þórður
Fjölmennt lið björgunarmanna er á vettvangi.
Fjölmennt lið björgunarmanna er á vettvangi. mbl.is/Þórður
Frá slysstað.
Frá slysstað. mbl.is/Þórður
mbl.is/Cassata
mbl.is/Þórður
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert