Vélin sem brotlenti var ný

Skammt frá slysstað í dag.
Skammt frá slysstað í dag. mbl.is/Þórður

Flugvélin sem brotlenti fyrr í dag var kennsluvél frá Flugskóla Íslands. Flugvélin var ítölsk, af gerðinni Tecnam og er ein fimm slíkra véla sem kom til landsins fyrr í mánuðinum.  Tveir menn eru sagðir hafa verið um borð en engar upplýsingar hafa verið gefnar út um líðan þeirra.

Lögreglu barst tilkynning um klukkan 15:10 í dag um að vélin hefði ekki skilað sér á réttum tíma aftur til Reykjavíkurflugvallar þaðan sem hún tók á loft. Var mikið lið ræst út, m.a. frá lögreglu, slökkviliði og björgunarsveitum, og þá var þyrla Landhelgisgæslunnar send í loftið.

Vélin fannst skömmu fyrir 16:00 á Reykjanesi og var þá afturkallaður stærstur hluti þess liðs sem kallaður var út í fyrstu. Samkvæmt upplýsingum frá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu brotlenti vélin í hrauni um 4 km vestur af Krísuvíkurvegi við afleggjarann að Bláfjallavegi. Rannsóknarnefnd samgönguslysa og björgunarsveitarmenn voru fluttir að flakinu af þyrlu Landhelgisgæslunnar en það liggur í úfnu hrauni.

Var svokölluðu miðsvæði á Reykjanesi lokað um tíma í landi sem og í lofti. Ekki liggur fyrir hvort svæðinu sé enn lokað.

Fyrri frétt mbl.is: Vélin fundin - brotlenti í hrauni

Uppfært 20:08

Flugskóli Íslands hefur sent frá sér eftirfarandi yfirlýsingu:

„Flugskóli Íslands getur staðfest að flugvél sem brotlenti í hrauninu suður af Hafnarfirði í dag var af gerðinni Tecnam og var kennsluflugvél í eigu skólans. Tveir menn voru um borð. Flugskólinn mun veita Rannsóknarnefnd Samgönguslysa alla mögulega aðstoð svo að upplýsa megi um orsakir slyssins. Frekari upplýsingar verða veittar á vef flugskólans www.flugskoli.is eftir því sem þær liggja fyrir.“

Skammt frá slysstað í dag.
Skammt frá slysstað í dag. mbl.is/Þórður
Skammt frá slysstað í dag.
Skammt frá slysstað í dag. mbl.is/Þórður
Skammt frá slysstað í dag.
Skammt frá slysstað í dag. mbl.is/Þórður
Skammt frá slysstað í dag.
Skammt frá slysstað í dag. mbl.is/Þórður
Skammt frá slysstað í dag.
Skammt frá slysstað í dag. mbl.is/Þórður
Skammt frá slysstað í dag.
Skammt frá slysstað í dag. mbl.is/Þórður
Skammt frá slysstað í dag.
Skammt frá slysstað í dag. mbl.is/Þórður
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka