Verða að störfum fram í myrkur

Frá slysstað í gær.
Frá slysstað í gær. Þórður Arnar Þórðarson

Vettvangsrannsókn á slyssað þar sem lítil kennsluflugvél frá Flugskóla Íslands brotlenti í hrauni sunnan Hafnarfjarðar stendur enn yfir og verða rannsakendur að störfum fram í myrkur. Ekki liggur fyrir hvenær vélin verður flutt úr hrauninu.

Margeir Sveinsson aðstoðaryfirlögregluþjónn segir í samtali við mbl.is að ekki sé mikið hægt að segja um vettvangsrannsóknina á þessu stigi málsins. Hann gerir ráð fyrir að lögregla og rannsóknarnefnd samgönguslysa verði einnig að störfum á vettvangi á morgun, laugardag. Lík mannanna voru flutt af vettvangi í gær.

Til­kynn­ing barst klukk­an 15.10  í gær um að saknað væri tveggja sæta kennsluflug­vél­ar frá Reykja­vík­ur­flug­velli. Fjöl­mennt lið björg­un­ar­sveita, lög­reglu, slökkviliðs og Land­helg­is­gæslu var sent á vett­vang og svip­ast var um eft­ir vél­inni úr lofti. Fannst hún tæp­um hálf­tíma síðar, nokkra kíló­metra suðvest­ur af Hafnar­f­irði. Slysið varð skammt frá Krýsu­vík­ur­vegi. Þyrla Land­helg­is­gæsl­unn­ar flutti björg­un­ar­sveit­ar­menn og rann­sókn­ar­menn að flak­inu. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert