Til stendur að hefja dælingu úr sanddæluskipinu Perlu, sem situr á botni gömlu hafnarinnar við Ægisgarð í Reykjavík, um hádegisbil á mánudaginn og stendur undirbúningur að því yfir. Meðal annars hefur stórum pramma verið komið fyrir á staðnum í því skyni að sögn Gísla Gíslasonar, framkvæmdastjóra Faxaflóahafna.
Perla sökk í Reykjavíkurhöfn að morgni 2. nóvembers en verið var að sjósetja skipið eftir það hafði verið í slipp. Ekki liggur endanlega fyrir hvað olli því að skipið sökk. Erfiðlega hefur gengið að ná því upp til þessa þrátt fyrir tilraunir til þess.