Hvers vegna er norska veðurspáin betri?

Hryssingur í höfuðborginni.
Hryssingur í höfuðborginni. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Með nútíma tækjum og búnaði verður stöðugt auðveldara að nálgast upplýsingar um veður og veðurspár. Margir fylgjast vel með veðri og fólk fer á milli vefsíðna til að skoða veðurspár.

Theodór Freyr Hervarsson, framkvæmdastjóri eftirlits- og spásviðs Veðurstofunnar, segir að hann sé stundum spurður hvort og hvers vegna norska spáin á yr.no sé betri en sú íslenska. Hann segir að í raun sé sáralítill munur á þessum spám og spár Veðurstofunnar hafi eðlilega meiri áherslu á Ísland. „Það verður hins vegar að segjast að framsetningin á þessum norska vef er til fyrirmyndar, en fólk ruglar oft góðri framsetningu saman við gæði veðurspárinnar sem þar birtist,“ segir Theodór.

Léttur og góður veðurvefur

„Á Veðurstofunni er um þessar mundir unnið að því að gera léttan og góðan veðurvef, sem myndi þjóna almenningi á aðgengilegan hátt. Miðað er við að hann nái tíu daga fram í tímann og hugsanlega koma fleiri en Veðurstofan að þessu verkefni,“ segir Thedór.

Á Veðurstofunni er nú unnið að breytingum á veðurþjónustu með aukinni áherslu á samfélagsleg áhrif. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert