Önnur konan kærð fyrir kynferðisbrot

Meint kynferðisbrot í málinu eru sögð hafa átt sér stað …
Meint kynferðisbrot í málinu eru sögð hafa átt sér stað í Hlíðunum. mbl.is/Júlíus

Kona, sem kærði tvo karlmenn fyrir kynferðisbrot um miðjan októbermánuð, hefur verið kærð fyrir kynferðisbrot gegn öðrum manninum. Málið verið sent til kynferðisbrotadeildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu og ríkissaksóknara, en það er maðurinn sem kærði konuna.

Vilhjálmur H. Vilhjálmsson, lögmaður mannsins, staðfestir þetta í samtali við mbl.is. 

„Það var bara eitt kynferðisbrot framið þetta kvöld og það var hún sem framdi það,“ hefur Vilhjálmur eftir umbjóðanda sínum og meintum brotaþola.

Hann segir kæranda búast við breiðum stuðningi Stígamóta, Beauty Tips og Druslugöngunnar. „Hann væntir þess að boðað verði til fjöldamótmæla við lögreglustöðina á Hverfisgötu og gerð krafa um að gerandinn verði hnepptur í gæsluvarðhald.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert