Íslensk náttúra nýtur sín í Bollywood

Hið ástfangna par dansar við Skógafoss.
Hið ástfangna par dansar við Skógafoss. Skjáskot af Youtube

Íslensk náttúra nýtur sín vel í myndbandi Bollywoodstjarnanna Shah Rukh Khan og Kajol við lagið Gerua sem birtist á Youtube í gær. Nú  þegar hefur verið horft á myndbandið rúmlega 1,1 milljón sinnum.

Lagið birtist í nýrri Bollywood mynd sem heitir Dilwale. Eins og fram kom á mbl.is í sumar er myndbandið tekið upp á svörtum ströndum Íslands með stórbrotið landslagið allt í kring. Stjörnurnar syngja hið magnaða ástarlag við ýmsa þekkta staði hér á landi, þar á meðal Sólheimasand og Skógafoss.

Dilwale er frumsýnd 18. desember og er augljósa mikil spenna fyrir myndinni en horft hefur verið á stiklu úr henni 13 milljónum sinnum. Khan er stórstjarna í Bollywood heiminum. Hann er einn af rík­ustu leik­ur­um heims og er auður hans met­inn á um 80 millj­arða króna.

Myndbandið og stiklu úr myndinn má sjá hér að neðan.

Íslensk náttúra er ekkert slor.
Íslensk náttúra er ekkert slor. Skjáskot af Youtube
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert