Ekki ákveðið með áfrýjun

„Við höf­um þess­ar fjór­ar vik­ur frá og með deg­in­um í dag að telja og við mun­um bara gefa okk­ur þann tíma til að fara vel yfir málið,“ seg­ir Daði Kristjáns­son, sak­sókn­ari hjá Rík­is­sak­sókn­ara, í sam­tali við mbl.is spurður hvort dómi Héraðsdóms Reykja­vík­ur frá í morg­un, þar sem fimm pilt­ar voru sýknaðir af ákæru um hópnauðgun, verði áfrýjað.

Daði seg­ir að málið sé ein­fald­lega þess eðlis að mik­il­vægt sé að fara vel ofan í saum­ana á því. Spurður um viðbrögð við niður­stöðu héraðsdóms seg­ir hann að embættið hafi talið rétt og eðli­legt að málið færi fyr­ir dóm­stóla og að þeir tækju af skarið varðandi sönn­un­ar­matið. Ekki hafi verið talið for­svar­an­legt að fella það niður.

Frétt mbl.is: Sýknaðir af hópnauðgun

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert