Hreinsunarstarf er hafið í Hagahverfinu á Selfossi þar sem Plastiðjan var til húsa. Mikill eldur kom upp í húsnæði fyrirtækisins seint í gærkvöldi og var fljótlega ljóst að engu yrði bjargað. Hvítan reyk lagði upp úr rústunum fram eftir degi en nú virðast vera slokknað í öllum glæðum. Lögregla verður með eftirlit á staðnum í kvöld og í nótt.
Að sögn Elísar Kjartanssonar, lögreglufulltrúa hjá lögreglunni á Suðurlandi, hefur vettvangsrannsókn staðið yfir í allan dag og verður henni haldið áfram samhliða hreinsunarstarfi. Hún var unnin í samstarfið við tæknideild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu.
Elís segir of snemmt að segja til um orsök brunans en tekur undir með Pétri Péturssyni slökkviliðsstjóra að flest bendi til þess að þau megi rekja til rafmagns í einhverju formi. Ekkert bendi til þess að um íkveikju sé að ræða að svo stöddu. Rætt var við flesta sem koma að málinu í gærkvöldi og í nótt, meðal annars eigendur Plastiðjunnar og annarra fyrirtækja í kring.