Útilokar ekki að leita réttar síns

Sr. Úrsúla Árnadóttir hefur ekki tekið ákvörðun um hvort hún muni kæra ráðningu sr. Þráins Haraldssonar í embætti prests í Garðaprestakalli á Akranesi. Bisk­up Íslands, Agnes M. Sig­urðardótt­ir, braut jafn­rétt­is­lög þegar Þráinn var ráðinn. Úrsúla kærði ráðning­una til Kær­u­nefnd­ar jafn­rétt­is­mála.  

Embættið var aug­lýst til um­sókn­ar í byrj­un nóv­em­ber á síðasta ári. Þar kom fram að við val á presti yrði hæfni í mann­leg­um sam­skipt­um meðal ann­ars lögð til grund­vall­ar sem og reynsla af barna- og ung­linga­starfi. Tíu um­sókn­ir bár­ust um embættið og voru um­sækj­end­ur boðaðir á fund val­nefnd­ar í Garðaprestakalli.

Að fundi lokn­um taldi val­nefnd­in að Þrá­inn væri best til þess fall­inn að gegna embætt­inu. Bisk­up boðaði Úrsúlu, Þráin og tvo aðra um­sækj­end­ur til viðtals og skipaði Þráin í embættið skömm síðar. Óskaði Úrsúla í kjöl­farið eft­ir rök­stuðningi bisk­ups fyr­ir skip­un­inni. Skessu­horn greindi fyrst frá mál­inu.

Í sam­tali við mbl.is seg­ir Úrsúla vera í viðræðum við biskup en hún hefur ekki útilokað að leita réttar síns vegna ráðningar Þráins. 

Bisk­up Íslands setti Úrsúlu til þjón­ustu prests af­leys­ing­um í Vest­manna­eyja­prestakalli frá 15. sept­em­ber til 30. júní 2016. 

Fyrri fréttir mbl.is:

Biskup Íslands braut jafnréttislög

Ósátt­ur við skip­un prests á Akra­nesi

Skipaður prest­ur á Akra­nesi

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert