Sr. Úrsúla Árnadóttir hefur ekki tekið ákvörðun um hvort hún muni kæra ráðningu sr. Þráins Haraldssonar í embætti prests í Garðaprestakalli á Akranesi. Biskup Íslands, Agnes M. Sigurðardóttir, braut jafnréttislög þegar Þráinn var ráðinn. Úrsúla kærði ráðninguna til Kærunefndar jafnréttismála.
Embættið var auglýst til umsóknar í byrjun nóvember á síðasta ári. Þar kom fram að við val á presti yrði hæfni í mannlegum samskiptum meðal annars lögð til grundvallar sem og reynsla af barna- og unglingastarfi. Tíu umsóknir bárust um embættið og voru umsækjendur boðaðir á fund valnefndar í Garðaprestakalli.
Að fundi loknum taldi valnefndin að Þráinn væri best til þess fallinn að gegna embættinu. Biskup boðaði Úrsúlu, Þráin og tvo aðra umsækjendur til viðtals og skipaði Þráin í embættið skömm síðar. Óskaði Úrsúla í kjölfarið eftir rökstuðningi biskups fyrir skipuninni. Skessuhorn greindi fyrst frá málinu.
Í samtali við mbl.is segir Úrsúla vera í viðræðum við biskup en hún hefur ekki útilokað að leita réttar síns vegna ráðningar Þráins.
Biskup Íslands setti Úrsúlu til þjónustu prests afleysingum í Vestmannaeyjaprestakalli frá 15. september til 30. júní 2016.
Fyrri fréttir mbl.is:
Biskup Íslands braut jafnréttislög
Ósáttur við skipun prests á Akranesi