Uppbygging hafin hjá Plastiðjunni

Húsnæði Plastiðjunnar brann til grunna á mánudagskvöld.
Húsnæði Plastiðjunnar brann til grunna á mánudagskvöld. mbl.is/Styrmir Kári

Eigendur Plastiðjunnar á Selfossi stefna að því að opna fyrirtækið að nýju. Leit er þegar hafin að vélum sem munu leysa þær sem skemmdust í brunanum fyrr í vikunni af hólmi. Axel Óli Ægisson, framkvæmdastjóri Plastiðjunnar, er vongóður og segist bera fullt traust til Sjóvár sem tryggir fyrirtækið. 

Húsnæði verksmiðjunnar brann til grunna og gæti kostnaður Sjóvár af brun­an­um  að há­marki numið um 200 millj­ón­um króna.

Hreinsunarstarf hófst síðdegis á þriðjudaginn og bíður lögregla nú eftir því að komast á vettvang til að kanna upptök eldsins. Að sögn lögreglu þarf að fjarlægja hluta af brakinu svo hægt sé að hefja vinnuna. 

Búið er að afla ýmissa upplýsinga, ræða við vitni og eigendur fyrirtækisins. Töluverðar líkur eru taldar á því að kviknað hafi í út frá rafmagni. Ekki er talið að um íkveikju hafi verið að ræða. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert