Anonymous ræðst á stjórnarráðið

AFP

Vefur Stjórnarráðs Íslands liggur að stórum hluta niðri, en meðlimir samtaka Anonymous segjast standa að baki netárás. Greina þeir frá þessu á Twitter.

Eru árásirnar sagðar vera vegna hvalveiða Íslendinga. Vefsíður forsætis-, innanríkis-, utanríkis-, og umhverfisráðuneyta liggja niðri vegna þessa. Ekki er vitað hversu lengi árásin mun vara eða hvort hún muni vaxa að umfangi.

 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert