Vefur Stjórnarráðs Íslands liggur að stórum hluta niðri, en meðlimir samtaka Anonymous segjast standa að baki netárás. Greina þeir frá þessu á Twitter.
Eru árásirnar sagðar vera vegna hvalveiða Íslendinga. Vefsíður forsætis-, innanríkis-, utanríkis-, og umhverfisráðuneyta liggja niðri vegna þessa. Ekki er vitað hversu lengi árásin mun vara eða hvort hún muni vaxa að umfangi.
#OpWhales #Anonymous #TeamRektIt 5/5 Iceland Government #TangoDown! #IcelandGovernment to late to expect us. pic.twitter.com/jg6BIOKJfi
— Anonymous (@TeamRektIT) November 27, 2015