Ríkisútvarpið heldur viðbótarframlagi

Viðbótarframlag RÚV ohf. heldur 182 milljóna króna viðbótarframlagi.
Viðbótarframlag RÚV ohf. heldur 182 milljóna króna viðbótarframlagi. mbl.is/Eva Björk Ægisdóttir

Fram kemur í fjáraukalögum að rekstrarafkoma ríkisins er rúmum 17 milljörðum kr. betri en gert var ráð fyrir í fjárlögum.

Í nefndaráliti meirihluta fjárlaganefndar segir að það skýrist að mestu af auknum tekjum vegna arðgreiðslna úr Landsbanka, auknum skatttekjum vegna kjarasamninga, háu atvinnustigi og betri þjóðhagshorfum. Gert er ráð fyrir að ráðstafa þurfi 8,8 milljörðum kr. af fjárheimild liðarins til endurmats á launaforsendum vegna áhrifa af kjarasamningum.

Hvað einstaka þætti frumvarpsins varðar kemur fram að Ríkisútvarpið muni halda skilyrtu 182 milljóna króna viðbótarframlagi þrátt fyrir að fjárheimildin hafi verið háð kröfu um að rekstraráætlun yrði lögð fram þar sem fram kæmi hvernig starfsemi stofnunarinnar yrði komið á réttan kjöl og að reksturinn yrði sjálfbær, að því er fram kemur í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka