Fá aðgang að tölvupóstum

Hreiðar Már, Sigurður og Magnús fá aðgang að tölvupóstum viðskiptastjóranna.
Hreiðar Már, Sigurður og Magnús fá aðgang að tölvupóstum viðskiptastjóranna. mbl.is/Rósa Braga

Hreiðar Már Sig­urðsson, Sig­urður Ein­ars­son og Magnús Guðmunds­son, fyrr­um stjórn­end­ur hjá Kaupþingi og ákærðu í Chesterfield-mál­inu svo­kallaða, fá aðgang að tölvu­póst­um tveggja viðskipta­stjóra bank­ans, en Hæstirétt­ur vísaði mál­inu frá og stend­ur því dóm­ur héraðsdóms sem áður hafði heim­ilað að þeir fengju aðgang að póst­un­um.

Þrímenn­ing­arn­ir eru ákærðir fyr­ir lán til Chesterfield United Inc., Partridge Mana­gem­ent Group S.A. og eign­ar­halds­fé­laga þeirra, sam­an­lagt 510 millj­ón­ir evra haustið 2008. Það jafn­gilti nærri 70 millj­örðum króna miðað við gengi evru 7. októ­ber 2008. Sér­stak­ur sak­sókn­ari tel­ur að féð sé allt tapað Kaupþingi.

Í dómi héraðsdóms sagði að hags­mun­ir ákærðu til að njóta rétt­látr­ar málsmeðferðar væru yfir hags­muni þriðja manns hafn­ir.

„Um tölvu­pósta viðskipta­stjór­anna tveggja, sbr. 3. tl. í kröfu­gerð ákærðu álít­ur dóm­ur­inn að gegni öðru máli, að þeir séu svo skil­greind­ir að þeir hljóti að telj­ast gögn máls í skiln­ingi ákvæðis­ins. Enda þótt gera verði ráð fyr­ir því að tölvu­póst­ar þess­ir varði að ein­hverju leyti fjár­hags- eða einka­mál­efni annarra en ákærðu, geta hags­mun­ir sak­born­ings til þess að njóta rétt­látr­ar málsmeðferðar ekki skil­yrðis­laust átt að víkja fyr­ir slík­um hags­mun­um annarra. Er á það að líta í þessu sam­bandi að þess er ekki kraf­ist að póst­arn­ir verði af­hent­ir ákærðu eða verj­end­um þeirra held­ur ein­ung­is að þeim skuli veitt­ur aðgang­ur að þeim. Verður að telja að hags­mun­ir ákærðu til þess að kynna sér gögn­in og meta hvort þau hafa þýðingu fyr­ir málsvörn­ina vegi hér þyngra en þess­ir hags­mun­ir þriðja manns,“ seg­ir í dómi héraðsdóms.

Aðalmeðferð máls­ins átti að hefjast í héraði á morg­un, en var frestað um einn dag vegna dóms­ins í dag. Aðalmeðferð mun því hefjast á föstu­dag­inn.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert