Mikill vatnsleki á Grensásdeild

Ýmis ílát eru notuð til að fanga lekann úr loftinu.
Ýmis ílát eru notuð til að fanga lekann úr loftinu. mbl.is/Eggert

Vatnsleki hefur verið á Grensásdeild Landspítalans og einnig í öðru húsnæði spítalans og hefur starfsfólk brugðist við með því að setja fötur á gólfin. 

Lekinn hefur orðið í húsnæði með gömlum þökum sem ekki eru nógu vel einangruð. Lekinn á Grensásdeildinni er í rými þar sem sjúklingar hafa komið í endurhæfingu. 

Aðalsteinn Pálsson, deildarstjóri fasteignadeildar Landspítalans, segir að verið sé að vinna í málinu. „Þegar það myndast snjór á þökum frýs í rennum. Það eiga að vera körfubílar þarna í dag að hreinsa af þökum," segir hann.

„Við reyndum að fá körfubíl í gær en þeir voru ekki á lausu. Við erum að fara á fleiri þök í dag að hreinsa af þökum það sem safnast hefur vegna snjós og krapa sem þökin bræða af sér," bætir Aðalsteinn við. 

mbl.is/Eggert
mbl.is/Eggert
mbl.is/Eggert
Skemmdirnar eru ekki bundnar við einn stað eða rými.
Skemmdirnar eru ekki bundnar við einn stað eða rými. mbl.is/Eggert
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka