Hlíðamálin komin á borð ríkissaksóknara

Hlíðarhverfi, þar sem hin meintu brot eru sögð hafa átt …
Hlíðarhverfi, þar sem hin meintu brot eru sögð hafa átt sér stað. mbl.is/Júlíus

Rannsókn er lokið á tveimur kynferðisbrotum sem kærð voru í október og sögð hafa átt sér stað í risíbúð í Hlíðnunum. Þetta staðfestir Árni Þór Sigmundsson, yfirmaður kynferðisbrotadeildar lögreglunnar. Málin eru komin til ríkissaksóknara sem tekur ákvörðun um framhaldið.

Frétt mbl.is: Tvö kynferðisbrot til rannsóknar

Fréttablaðið sagði frá því í nóvember að íbúðin í Hlíðunum hefði verið búin útbúnaði til ofbeldisiðkunar og að árásirnar hefðu verið hrottalegar.

Frétt mbl.is: Krefjast leiðréttingar og miskabóta

Um var að ræða tvö aðskilin mál; nauðgun sem var sögð hafa átt sér stað eftir bekkjarskemmtun háskólanema á skemmtistaðnum Austur og aðra nauðgun sem var sögð hafa átt sér stað níu dögum eftir hina fyrri, eftir bekkjarskemmtun á Slippbarnum.

Frétt mbl.is: Fleiri kærur hafa ekki borist

Í fyrra málinu kom einn meintur gerandi við sögu en tveir í því seinna. Vilhjálmur H. Vilhjálmsson, lögmaður mannsins sem var kærður í báðum málum, staðfesti í samtali við mbl.is 17. nóvember sl. að skjólstæðingur sinn hefði kært meintan brotaþola í seinna málinu fyrir kynferðisbrot.

Frétt mbl.is: Önnur konan kærð fyrir kynferðisbrot

Það mál er ekki annað þeirra sem nú hefur ratað til ríkissaksóknara.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert