Kærur felldar niður

Hlíðarhverfið í Reykjavík.
Hlíðarhverfið í Reykjavík. mbl.is/Júlíus

Kærur um rangar sakargiftir á hendur tveggja kvenna sem koma við sögu í nauðgunarmáli í Hlíðunum hafa verið felldar niður hjá lögreglu. Þá hefur kæra um nauðgun á karlmanni í sama máli einnig verið felld niður. 

Þetta kemur fram á vef Vísi.

Kærurnar bárust í kjölfar þess að tvær konur lögðu fram nauðgunarkærur á hendur samnemanda sínum í Háskólanum í Reykjavík eftir aðskildar bekkjarskemmtanir í október. Annar maður á fertugsaldri var einnig kærður fyrir seinna atvikið sem átti sér stað í íbúð þess eldri við Miklubraut í Hlíðahverfi.

mbl.is greindi frá því í fyrr í dag, að rannsókn væri lokið á tveimur kynferðisbrotum sem kærð voru í október og sögð hafa átt sér stað í risíbúð í Hlíðnunum. Þetta staðfesti Árni Þór Sigmundsson, yfirmaður kynferðisbrotadeildar lögreglunnar. Málin eru komin til ríkissaksóknara sem tekur ákvörðun um framhaldið.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert