Lögmaður alltaf kallaður til

Nauðgun er glæpur
Nauðgun er glæpur mbl.is/Sverrir Vilhelmsson

Ákveðið hefur verið að lögmaður verði alltaf kallaður til þegar þolandi nauðgunar leitar til Neyðarmóttöku beint af vettvangi. Þetta er liður í breyttum vinnubrögðum varðandi kynferðisofbeldi. Þetta kemur fram á Vísi.

Eyrún Jónsdóttir, verkefnastjóri Neyðarmóttöku, segir að ekki sé beinlínis um nýmæli að ræða heldur frekar skerpingu á ákveðnu vinnulagi. Brotaþolum hefur alltaf staðið til boða að fá réttargæslumann á svæðið sér að kostnaðarlausu. Kostnaður vegna útkalls lögmanna er greiddur af sjóðum Neyðarmóttökunnar.

„En við gerum þetta oftar núna vegna breyttra vinnubragða hjá lögreglunni. Það er oftar verið að kalla út rannsakara hjá þeim og lögreglan tengist oftar þessum málum á fyrri stigum,“ segir Eyrún í samtali við Vísi.
Fréttina má lesa í heild hér

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka